Northern Lights
Bridge Festival
September 2022
Minningarmót um
Gunnar Birgisson
Tvímennings og sveitakeppni með frábærum verðlaunum.
Mótið verður haldið 02. – 04. September 2022
Bridgefélag Siglufjarðar býður til veislu 2. til 4. september 2022 en þá heldur félagið glæsilegt bridgemót á Siglufirði. Siglufjörður er staðsettur á norðanverðum Tröllaskaga, umlukinn fjallgörðum og er umhverfið stórfenglegt.
Þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið. Stórglæsileg verðlaun eru í boði, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni. Að auki verður fjöldi aukaverðlauna í boði þar sem dregið verður úr nöfnum keppenda. Þess ber þó að geta að keppendur verða að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna til að hljóta verðlaunin og mega ekki hafa lent í verðlaunasæti.
Mótið í ár er haldið í minningu Gunnars Birgissonar sem lést fyrr á þessu ári.
Spilað verður í íþróttahúsinu á Siglufirði. Innifalið í mótsgjaldi er kaffi á meðan spilað er.

Tvímenningur
Föstudagurinn 02. September:
Tvímenningur, spilað verður frá kl. 10 til 18.
Verðlaunaafhending verður strax í kjölfarið að lokinni sveitakeppninni.
Þátttökugjald: 10.000 kr. á parið
Vinningar
1. sæti | 500.000 kr. |
---|---|
2. sæti | 320.000 kr. |
3. sæti | 190.000 kr. |
Sveitakeppni
Laugardagurinn 03. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 18.
Sunnudagurinn 04. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 15.
Þátttökugjald: 20.000 kr. á sveitina
Vinningar
1. sæti | 750.000 kr. |
---|---|
2. sæti | 500.000 kr. |
3. sæti | 190.000 kr. |

Skráning í tvímenning
Skráning í sveitakeppni
Gisting í boði á Siglufirði
Sigló Hótel


Hótel Siglunes
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk. Ennfremur var gestamóttakan á jarðhæð mikið endurbætt.The Herring House

