Vinsamlega athugið
Vegna Covid-19 hefur mótinu verið frestað um óákveðinn tíma
Lokað hefur verið fyrir skráningar

Northern Lights
Bridge Festival
September 2020

Tvímennings og sveitakeppni með frábærum verðlaunum.
Mótið verður haldið 11. – 13. September 2020

Mótið

Bridgefélag Siglufjarðar býður til veislu 11. til 13. September 2020 en þá heldur félagið alþjóðlegt bridgemót á Siglufirði.  Siglufjörður er staðsettur á norðanverðum Tröllaskaga, umlukinn fjallgörðum og er umhverfið stórfenglegt.

Þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið.  Stórglæsileg verðlaun eru í boði, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni.   Að auki verða tíu aukaverðlaun í boði, dregið verður úr nöfnum keppenda og hljóta þeir glæsileg verðlaun.  Þess ber þó að nefna að keppendur verða að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna til að hljóta verðlaunin og mega ekki hafa lent í verðlaunasæti.  

Spilað verður í íþróttahúsinu á Siglufirði.  Innifalið í mótsgjaldi er kaffi á meðan spilað er.

Tvímenningur

Föstudagurinn 11. September:
Tvímenningur, spilað verður frá kl. 10 til 18.

Verðlaunaafhending verður strax í kjölfarið að lokinni sveitakeppninni.

Verðlaun:

1. sæti450.000 kr.
2. sæti300.000 kr.
3. sæti150.000 kr.
4. sæti100.000 kr.

Sveitakeppni

Laugardagurinn 12. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 18.

Sunnudagurinn 13. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 15.

Verðlaun:

1. sæti700.000 kr.
2. sæti400.000 kr.
3. sæti170.000 kr.
4. sæti120.000 kr.
 

Skráning

Skráning í tvímenning
Lokað hefur verið fyrir skráningu
Skráning í sveitakeppni
Lokað hefur verið fyrir skráningar

Tímatafla

Tvímenningur

Föstudagurinn 11. September:
Tvímenningur, spilað verður frá kl. 10 til 18

Nánari upplýsingar koma hér síðar.

Sveitakeppni

Laugardagurinn 12. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 18.

Sunnudagurinn 13. September:
Sveitakeppni, spilað verður frá kl. 10 til 15.

Úrslit

Tvímenningur

Nánari upplýsingar koma hér þegar mótið hefst.

Sveitakeppni

Nánari upplýsingar koma hér þegar mótið hefst.

Gisting í boði á Siglufirði

Sigló Hótel

Notalegt umhverfi við smábátahöfnina
Herbergi Sigló Hótel eru rúmgóð og falleg og hafa öll útsýni yfir tignarleg fjöllin sem umlykja fjörðinn og notalegt umhverfið kringum hótelið.
 

Hótel Siglunes

Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk. Ennfremur var gestamóttakan á jarðhæð mikið endurbætt.

Gisting í boði á Ólafsfirði

Kaffi Klara

Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili. Gistihúsið er á efri hæð hússins.